Trémaður vill láta aflima sig

Abul Bajandar hefur þjáðst af ep­i­dermo­dysplas­ia verruciformisa í um 13 …
Abul Bajandar hefur þjáðst af ep­i­dermo­dysplas­ia verruciformisa í um 13 ár. Þá byrjuðu vörturnar að myndast. AFP

Hinn berki vaxni Bangladessi Abul Bajandar hefur vakið athygli fjölmiðla um árabil vegna tröllaukinna vartna á höndum sem líkjast helst trjáberki. Nú vill hann láta skera af sér hendurnar.

Bajandar hefur í gegnum tíðina gengist undir tugi aðgerða í von um að losna við vörturnar í eitt skipti fyrir öll en svo kom bakslag á dögunum og Bajandar fór mjög aftur. Hann þjáist að sögn verulega og vill frekar vera handalaus en að þjáningin haldi áfram.

Vörturnar á höndum Bajandar líkjast helst trjáberki. Eftir áralanga baráttu …
Vörturnar á höndum Bajandar líkjast helst trjáberki. Eftir áralanga baráttu við sjúkdóminn vill hann láta skera af sér hendurnar til að lina þjáningarnar. AFP

„Ég get ekki sofið á næturnar,“ sagði Bajandar við AFP. „Ég hef beðið læknana mína um að skera af mér hendurnar svo að ég þjáningum mínum linni að minnsta kosti aðeins.“

Þegar sagt var frá málinu fyrir nokkrum árum stefndi í að eftir meiri háttar aðgerð væri Bajandar laus allra mála en það var síður en svo raunin. Þegar verst lætur er hann ófær um að drekka, borða, vinna eða halda á syni sínum. Sjúkdómurinn er ólæknandi en honum má bægja frá með aðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert