Meintur hryðjuverkamaður handtekinn

Bataclan.
Bataclan. AFP

Bosníumaður hefur verið handtekinn í Þýskalandi í tengslum við hryðjuverkin í París 13. nóvember 2015. Maðurinn var eftirlýstur af evrópsku lögreglunni, Europol, og belgískum lögregluyfirvöldum.

Í tilkynningu frá þýsku lögreglunni kemur fram að maðurinn er grunaður um aðild að skipulagningu hryðjuverka þar á meðal í Bataclan-tónleikasalnum.

mbl.is