Metin falla eitt af öðru

Krakkar í Nice í Frakklandi þurfa ekki að mæta í …
Krakkar í Nice í Frakklandi þurfa ekki að mæta í skólann í dag út af hitanum og munu eflaust margir þeirra kæla sig niður í gosbrunnum borgarinnar. AFP

Hitametin falla eitt af öðru á meginlandi Evrópu en í gær voru sett ný hitamet í júní í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Líkur eru á að fleiri met falli í dag og á morgun en fastlega er gert ráð fyrir að hitinn fari yfir 40 gráður í Frakklandi og Sviss í dag.

Frá La Concha-ströndinni í San Sebastian á Spáni.
Frá La Concha-ströndinni í San Sebastian á Spáni. AFP

Frönsk yfirvöld hafa varað landsmenn við og segja að hitasvækjan geti verið banvæn. Einhverjir hafa gagnrýnt varnaðarorð franskra stjórnvalda en heilbrigðisráðherra landsins, Agnès Buzyn, segir að ekki sé vanþörf á. Hún minnir á að árið 2003 hafi um 15 þúsund látist þar í landi í hitabylgjunni það ár.

Frá Mallorca í gær.
Frá Mallorca í gær. AFP

Appelsínugul viðvörun er í gildi um nánast allt Frakkland og sveitarstjórnir hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við í slíkum hita. Spænsk yfirvöld hafa einnig gefið út viðvaranir en þar óttast menn að skógareldar geti kviknað og valdið verulegu tjóni.

Í gær mældist hitinn 38,6 gráður í  Coschen í Brandenburg sem er hitamet í Þýskalandi í júní. Í Padzyn í Póllandi og Doksany í Tékklandi voru einnig sett landsmet í hita í júní en þar var 38,2 og 38,9 stiga hiti í gær. 

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert