Ný ríkisstjórn Danmerkur

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnir nýjan stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar í …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnir nýjan stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar í gær. AFP

Mette Frederiksen, formaður flokks danskra jafnaðarmanna, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn Danmerkur í stjórnarráðinu. 

Líkt og áður hefur komið fram tekur Mette við forsætisráðuneytinu af Lars Løkke Rasmussen og verður yngsti forsætisráðherra í sögu Danmerkur. 

Hún mun leiða minni­hluta­stjórn flokks síns, sem studd verður af þing­mönn­um Ein­ing­ar­list­ans, Sósíal­íska þjóðarflokks­ins og miðju­flokks­ins Radikale Ven­stre. Sam­an­lagt hafa flokk­arn­ir 91 sæti á þingi, 93 séu þing­menn fær­eyskra og græn­lenskra syst­ur­flokka meðtald­ir, af 175 á danska þing­inu.

Ríkisstjórn hennar skipa alls 20 ráðherrar.

Ný ríkisstjórn Danmerkur:

Mette Frederiksen, forsætisráðherra. 

Nicolai Wammen, fjármálaráðherra. 

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra. 

Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. 

Astrid Krag, félags- og innanríkismálaráðherra. 

Morten Bødskov, skattamálaráðherra. 

Dan Jørgensen, loftslags-, orku- og birgðamálaráðherra. 

Mogens Jensen, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, jafnréttismálaráðherra, Norðurlandamálaráðherra. 

Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra og ráðherra um málefni eldri borgara. 

Benny Engelbrecht, samgönguráðherra. 

Rasmus Prehn, þróunarmálaráðherra.

Pernille Rosenkrantz-Theil, barna- og kennslumálaráðherra. 

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra. 

Ane Halsboe-Jørgensen, mennta- og rannsóknarmálaráðherra. 

Simon Kollerup, vinnumálaráðherra. 

Mattias Tesfaye, útlendinga- og samþættingamálaráðherra. 

Peter Hummelgaard, atvinnumálaráðherra. 

Kaare Dybvad, húsnæðismálaráðherra. 

Lea Wermelin, umhverfisráðherra. 

Joy Mogensen, menningar- og kirkjumálaráðherra. 

Fylgjast má með umfjöllun danska ríkisútvarpsins hér. 

mbl.is