Kallaði Frakka skíthæla

Þingmaður Íhaldsflokksins, Boris Johnson.
Þingmaður Íhaldsflokksins, Boris Johnson. AFP

Myndskeið þar sem Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kallar Frakka skíthæla (turds) vegna afstöðu þeirra til Brexit var klippt út úr heimildarmynd BBC að beiðni utanríkisráðuneytisins. Daily Mail greinir frá þessu í dag en allt bendir til þess að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 

Ummælin lét hann falla þegar hann gegndi embætti ráðherra og voru þau klippt út úr heimildaþættinum Inside the Foreign Office. Blaðamenn Daily Mail fengu að sjá beiðnina frá ráðuneytinu en þar kemur fram að þetta gæti haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna og gert viðræðurnar um Brexit enn erfiðari.

Johnson sagði af sér embætti í mótmælaskyni við áætlun Theresu May forsætisráðherra varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Johnson nýtur langmests fylgis meðal flokksmanna Íhaldsflokksins til þess að taka við keflinu af May. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert