Rauð viðvörun í gildi

AFP

Gefin hefur verið út rauð viðvörun í fjórum héruðum Frakklands en óttast er að hitinn geti farið yfir 45 gráður þar í dag. Það hefur aldrei gerst áður á meginlandi Frakklands en fyrra hitamet er 44,1 gráða sem sett var í Montpellier og Nimes í ágúst 2003. 15 þúsund manns létust í þeirri hitabylgju.

Veðurstofa Frakklands

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, varar við því að öfgakennt veður, líkt og er á meginlandi Evrópu, verði líklega algengara en áður vegna hlýnunar jarðar. Við verðum að breyta lífsmynstri okkar, vinnulagi okkar og hvernig við byggjum, segir hann.

Mikið álag er á bráðamóttökum víða í Frakklandi og á …
Mikið álag er á bráðamóttökum víða í Frakklandi og á Spáni vegna hitabylgjunnar. AFP

Ekkert lát virðist vera á hitabylgjunni sem hefur geisað í Evrópu undanfarna daga og á Spáni hefur ekki tekist að ná stjórn á skógareldum sem kviknuðu fyrr í vikunni. Skógareldarnir eru þeir verstu í tvo áratugi.

AFP

Í norðurhluta Spánar er spáð yfir 44 stiga hita í dag. Yfir 500 slökkviliðsmenn eru að störfum í Katalóníu, í Tarragona-héraði en þar hefur eldurinn eyðilagt um 5.500 hektara lands. Tæplega 60 íbúar hafa verið fluttir að heiman og vegum lokað. Fólk er varað við því að vera á ferðinni en óttast er að allt að 20 þúsund hektarar geti orðið eldinum að bráð. 

AFP

Rauð viðvörun er í gildi í fjórum héruðum (départements) í Suður-Frakklandi. Í Hérault, Gard, Vaucluse og Bouches-du-Rhône. Það þýðir að allir, jafnvel þeir sem eru við góða heilsu, þurfi að hafa varan á. 

Ríkisstjórnir beina því til borgara sinna að fara varlega, meðal annars vegna mikillar mengunar sem herjar á mörg ríki. Mikið álag er á bráðamóttökum sjúkrahúsa vegna hitatengdra veikinda.

Franska veðurstofan spáðir því að hitinn geti í fyrsta skipti síðan mælingar hófust farið yfir 45 gráður á meginlandinu. Fyrra met er frá því í ágúst 2003 er hitinn fór í 44,1 gráðu í Montpellier og Nimes. „Að slá það met svo snemma árs er afar óvenjulegt og einstakt, segir veðurfræðingurinn Christelle Robert.

AFP

Í gær mældist hitinn 34,9 gráður að meðaltali í Frakklandi sem er nýtt met fyrir júní þar í landi. 

Heilbrigðisráðherra Frakklands, Agnès Buzyn, segir að fólk verði að búa sig undir hitabylgjuna og er ósátt við ábyrgðarleysi fólks. Til að mynda að foreldrar skilji börn sín eftir í lokuðum bílum og fari út að hlaupa um miðjan dag þegar heitast er í veðri.

AFP
Krakkarnir vilja helst ekki fara út enda ekkert skemmtilegt við …
Krakkarnir vilja helst ekki fara út enda ekkert skemmtilegt við að vera í yfir 40 stiga hita. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert