Twitter hyggst varúðarmerkja tíst

Twitter mun taka beita nýjum aðgerðum til þess að varúðarmerkja …
Twitter mun taka beita nýjum aðgerðum til þess að varúðarmerkja tíst sem brjóta reglur miðilsins en sem talin eru mikilvæg fyrir famfélagsumræðuna. AFP

Twitter tilkynnti að fyrirtækið hyggst merkja öll tíst embættismanna og stjórnmálamanna sem brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins. Talið er að aðgerðir fyrirtækisins geti haft talsverð áhrif á virka notendur Twitter á borð við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Þessar nýju aðgerðir eru til þess fallnar að gefa Twitter færi á að aðhafast þegar reglur miðilsins eru brotnar án þess að grípa til ritskoðunar þegar það varðar einstaklinga í valdastöðu. Notendur verða upplýstir um að tíst hafi verið merkt og þurfa að smella sig framhjá tilkynningu þess efnis til þess að sjá tístið sem um ræðir.

Þá mun Twitter einnig draga úr vægi tísta sem brjóta reglurnar sem minnkar þá athygli sem þau fá. „Við munum gera breytingar sem gera það að verkum að algrímin framhefja ekki tístin. Þannig næst jafnvægi milli tjáningarfrelsi, ábyrgð og að draga úr mögulegum skaða sem þessi tíst valda,“ segir í tilkynningu frá öryggisteymi Twitter.

Óljósir verkferlar

„Áður höfum við leyft ákveðnum tístum að vera sem brjóta gegn reglum Twitter vegna þess að við höfum talið þau mikilvæg fyrir samfélagsumræðuna, en það var ekki nægilega skýrt hvenær á hvaða grundvelli við beittum því úrræði,“ segir í tilkynningunni.

Ekki er talið að aðgerðir Twitter nái til margra þar sem skilyrðin fyrir að úrræðinu sé beitt er að viðkomandi notandi þarf að vera opinber embættismaður, tilnefndur til embættis, kjörinn fulltrúi eða frambjóðandi með auðkenndan aðgang og hafa 100 þúsund fylgjendur eða fleiri.

Til þess að meta hvort tíst brjóti gegn reglum miðilsins en verði einnig að vera í birtingu mun Twitter nýta teymi frá öryggis-, lögfræði- og samfélagsstefnusviði fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert