Íranar hóta kyrrsetningu bresks olíuskips

Skipið var kyrrsett með hjálp breska sjóhersins í gærmorgun.
Skipið var kyrrsett með hjálp breska sjóhersins í gærmorgun. AFP

Íranskur embættismaður segir að kyrrsetja eigi breskt olíuskip, fallist Bretar ekki á að skila írönsku olíuskipi sem kyrrsett var við Gíbraltar í gærmorgun.

Sjóher Breta aðstoðaði yfirvöld í Gíbraltar við kyrrsetningu íransks olíuskips í gærmorgun, en grunur leikur á því að Grace 1 hafi verið að flytja hráolíu til olíuhreinsistöðvarinnar Baniyas Refinery í Sýrlandi, en hún fellur undir viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum í Sýrlandi.

Íranar boðuðu breska sendiherrann í Teheran á fund utanríkisráðuneytisins, sökuðu Breta um sjórán og kröfðust skýringa á kyrrsetningunni.

Mohsen Rezaei, einn ráðgjafa írönsku ríkisstjórnarinnar, segir Íran ekki munu hika við að svara yfirgangsseggjum og leggur til að breskt olíuflutningaskip verði kyrrsett sem svar við kyrrsetningu Grace 1. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert