Trump segir að Íranar þurfi að passa sig

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í dag stjórnvöld í Íran við því að hefja framleiðslu á auðguðu úrani umfram það sem ríkinu hefur verið heimilt að framleiða samkvæmt kjarnorkusamningi sem gerður var árið 2015.

Sagði hann eins gott að Íranar myndu passa sig. Sagði hann að úran væri aðeins auðgað í einum tilgangi, „ég ætla ekki að segja ykkur hvaða ástæða það er, en það er ekki góð ástæða,“ sagði Trump við blaðamenn í New Jersey í dag.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að frekari viðskiptaþvinganir yrðu settar gegn Íran ef þeir stæðu við hótanir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert