Framsalsfrumvarpið „dautt“

Carrie Lam.
Carrie Lam. AFP

Carrie Lam, rík­is­stjóri Hong Kong, segir að umdeilt frumvarp, sem heimilar framsal á sakamönnum til meginlands Kína, sé „dautt“.

Þetta kom fram í máli Lam þar sem hún ræddi við fréttamenn fyrr í dag. Hún sagði að vinna við frumvarpið hefði verið „algjört klúður“.

Frumvarpið hefur vakið mikla reiði í Hong Kong og fjölmenni hefur mótmælt því. Andstæðingar frumvarpsins saka Lam um blekkingaleik og frekari mótmæli hafa verið boðuð.

„Margir efast um heilindi stjórnvalda og óttast að málið verði tekið fyrir að nýju. Engin slík áform eru uppi og hætt hefur verið við frumvarpið,“ sagði Lam.

mbl.is