Lifði af fall niður Niagara-fossa

Niagara-fossarnir eru straumharðir. Mynd úr safni.
Niagara-fossarnir eru straumharðir. Mynd úr safni. AFP

Lögregla við Niagara-fossana segir karlmann sem féll niður fossana, sem eru 57 metra háir, hafa lifað af fall í straumþunga ána fyrir neðan. BBC greinir frá.

Greindi lögreglan frá því á Twitter að fólk á svæðinu hafi tekið eftir manninum klifra yfir vegg við fossana um fjögurleytið í í gærmorgun áður en hann féll svo ofan af klettinum við fossinn.

Eftir leit neðan við fossinn fann lögregla svo manninn „sitjandi á steini“ með meiðsli sem ekki teljast lífshættuleg. Maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, var því næst fluttur á sjúkrahús.

Var manninum lýst sem svo að hann væri „í hættu staddur“ nálægt brún Horseshoe-fossins, sem er stærstur þriggja fossa í Niagara-fossunum. Hann fannst svo við árbakkann nærri útsýnissvæði að sögn blaðsins Buffalo News.

Borgarstjórinn Jim Diodati sagði í samtali við blaðið að hann teldi einstaklega mikið vatnsmagn í ánni hafa átt sinn þátt í því að maðurinn lifði fallið af. „Þegar meira vatn er í Erie-vatninu sem rennur kröftuglega yfir í Ontario-stöðuvatnið þá eru meiri líkur á að ná að forðast klettana undir Horseshoe-fossinum,“ sagði Diodati.

„Eina leiðin til að lifa svona fall af er að fara fram hjá stóru klettunum þar fyrir neðan. Í tilfelli þessa einstaklings vona ég að hann líti á það sem blessun.“

Tugir milljóna gesta heimsækja Niagara-fossana, sem eru á landamærum Bandaríkjanna og Kanada árlega.

Margir hafa farist í gegnum tíðina eftir að hafa fallið niður fossana, en nokkrir hafa þó áður lifað fallið af.

mbl.is
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...