Hæsta viðbúnaðarstig í íranskri lögsögu

Íranska olíuskipið Grace 1 úti fyrir ströndum Gíbraltar.
Íranska olíuskipið Grace 1 úti fyrir ströndum Gíbraltar. AFP

Bretar hafa hækkað viðbúnaðarstig breskra skipa í íranskri lögsögu vegna vaxandi spennu á milli landanna tveggja, en í morgun gerðu Íranar tilraun til þess að stöðva för bresks olíuskips í lögsögu Írans.

Viðbúnaðarstigið nú er hið hæsta en það var virkjað á þriðjudag. Breskt herskip kom olíuskipinu til bjargar í morgun með því að beina byssum sínum að strandgæsluskipum Írans, sem höfðu fyrirskipað því að breyta stefnu sinni og sigla inn í íranska lögsögu.

Íranar höfðu áður hótað kyrrsetningu bresks olíuskips til að svara einni slíkri á írönsku olíuskipi við eyjuna Gíbraltar í síðustu viku, en breski sjóherinn aðstoðaði við kyrrsetninguna.

Talið var að skipið, Grace 1, væri að flytja svartolíu til vinnslu í Sýrlandi.

Frétt BBC

mbl.is