Samþykktu tillögu Íslands

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur í Genf í Sviss. Ísland …
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur í Genf í Sviss. Ísland gæti orðið hluti af ráðinu frá og með morgundeginum. AFP

Tillaga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á mannréttindabrotum í Filippseyjum var samþykkt á fundi ráðsins í dag með átján atkvæðum gegn fjórtán, en fimmtán greiddu ekki atkvæði.

Kína og Bahrein voru meðal ríkja sem greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Fastafulltrúi Filippseyja mótmælti tillögunni eftir samþykkt hennar og las úr yfirlýsingu frá utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, þar sem afleiðingar samþykktarinnar voru sagðar „alvarlegar“. Jafnframt hafi tillagan verið lögð fram á pólitískum grunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert