Segir Ísland vanvirða Mannréttindaráðið

Fulltrúi Filippseyja sakar Íslendinga um að draga úr trúverðugleika Mannréttindaráðsins …
Fulltrúi Filippseyja sakar Íslendinga um að draga úr trúverðugleika Mannréttindaráðsins með tillögu sinni að rannsókn á mannréttidabrotum í Filippseyjum. AFP

Fastafulltrúi Filippseyja í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi harðlega á fundi ráðsins í dag tillögu Íslands um rannsókn á mannréttindabrotum í landinu. Sakaði hann Ísland um að vanvirða starfshefðir ráðsins og starfa á grundvelli rökleysu.

Sagði fulltrúinn ráðið á varhugaverðri vegferð ef það ætti að hefja aðgerðir á grundvelli ásakanna sem eru teknar úr lausu lofti. „Í huga þeirra sem hafa eðlilega rökhugsun eru ásakanir ekki grundvöllur fyrir rannsókn.“

„Við skuldum þessu virðulega ráði að byggja ákvarðanir okkar á upplýstri umræðu,“ sagði hann og bætti við að „þetta ríki sem hefur tekið sæti í ráðinu í fyrsta sinn, hefur ákveðið að hefja feril sinn á að vanvirða verkferla ráðsins sem sannað hefur verið að virka.“

Að lokum sakaði fastafulltrúi Filippseyja Ísland um að grafa undan trúverðugleika ráðsins með tillögu sinni um rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert