Segja Íslending hafa látist á Indlandi

Bærinn Manali er í Himachal Pradesh-ríki í norðurhluta Indlands.
Bærinn Manali er í Himachal Pradesh-ríki í norðurhluta Indlands. Ljósmynd/Ekabhishek

Indverskir fjölmiðlar segja frá því að ferðamaður með íslenskt ríkisfang hafi fundist látinn á herbergi sínu á gistiheimili í dag í bænum Manali í norðurhluta Indlands.

Haft er eftir þarlendum lögregluyfirvöldum að eigandi gistiheimilisins hafi tilkynnt lögreglu um dauðsfallið og að dánarorsök sé óþekkt.

Jafnframt segja indverskir miðlar að lögreglan hafi tilkynnt íslenska sendiráðinu um málið.

Utanríkisráðuneytið kveðst, í samtali við mbl.is, vera kunnugt um málið og eru hafin samskipti milli íslenskra og indverskra stjórnvalda vegna þess.

Fréttin hefur verið uppfærð - 16:54

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert