Yfirmaður 737 MAX hættir

Boeing hefur beðist afsökunar vegna flugslysanna og viðurkennt ósamræmi í …
Boeing hefur beðist afsökunar vegna flugslysanna og viðurkennt ósamræmi í samskiptum innan fyrirtækisins. AFP

Yfirmaður framleiðslu 737 MAX-flugvéla Boeing mun láta af störfum á næstunni, en Boeing vinnur nú að því að fá vélarnar aftur í loftið eftir kyrrsetningu þeirra í kjölfar tveggja flugslysa sem urðu alls 346 að bana.

Eric Lindblad hefur leitt framleiðslu 737 MAX-vélanna frá ágústmánuði 2018, en samkvæmt tölvupósti til starfsmanna Boeing mun hann fljótlega hefja aðlögun eftirmanns síns og láta í kjölfarið af störfum.

Boeing hefur beðist afsökunar vegna flugslysanna og viðurkennt ósamræmi í samskiptum innan fyrirtækisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina