Alsíringar með ólæti eftir sigurleik

Fagnaðarlæti alsírskra knattspyrnuáhugamanna breyttust í óeirðir í París og víðar …
Fagnaðarlæti alsírskra knattspyrnuáhugamanna breyttust í óeirðir í París og víðar í Frakklandi í gærkvöldi. 73 voru handteknir. AFP

Til óeirða kom í París og Marseille og víðar í Frakklandi í gærkvöldi, eftir að Alsír tryggði sér farmiða í undanúrslitaleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Frönsk stjórnvöld segja uppþotið „óásættanlegt“, en búðir í París voru rændar í múgæsingi sem skapaðist í óeirðunum.

Í frétt AFP segir einnig að kona hafi látið lífið í Montpellier í gærkvöldi, eftir að stuðningsmaður alsírska liðsins sem var að fagna úrslitunum missti stjórn á bifreið sinni á miklum hraða og keyrði á konuna og barn hennar, sem lifði áreksturinn af.

Lögregla notaði táragas til þess að dreifa þúsundum alsírskra óeirðaseggja á Champs-Elysees í París og við höfnina í Marseille. Brotist var inn í tvær búðir á Champs-Elysess, meðal annars Ducati-mótorhjólabúð og þaðan gripu fótboltabullurnar með sér hjálma, hanska og jafnvel mótorhjól.

Alls voru 73 handteknir í óeirðunum, sem Cristophe Castener innanríkisráðherra Frakklands segir með öllu óásættanlegar.

Ducati-mótorhjólabúð við Champs-Elysees breiðgötuna í París var rænd af alsírskum …
Ducati-mótorhjólabúð við Champs-Elysees breiðgötuna í París var rænd af alsírskum fótboltabullum. AFP
Stuðningsmenn Alsír í Marseille í gær.
Stuðningsmenn Alsír í Marseille í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert