Mótmælt á Bastilludaginn

Hér má sjá eld loga í kömrum skammt frá Sigurboganum …
Hér má sjá eld loga í kömrum skammt frá Sigurboganum í París. AFP

Rúmlega 150 hafa verið handteknir vegna mótmæla gulvestunga í París, sem hófust að her- og skrúðgöngu í tilefni af Bastilludeginum lokinni. Þeirra á meðal eru tveir leiðtogar gulvestunga, sem verða að öllum líkindum ákærðir fyrir að standa fyrir óleyfilegum gjörningi.

Gulvestungar létu óánægju sína í ljós með bauli þegar Emmanuel Macron Frakklandsforseti var keyrður eftir Champs-Elysées og hófu svo mótmæli að lokinni göngu 4.000 hermanna eftir strætinu.

Franska lögreglan beitti m.a. táragasi til að hafa hemil á mótmælendum, sem gengu berserksgang á Champs-Elysées og kveiktu m.a. í kömrum sem settir höfðu verið upp vegna hátíðahaldanna.

Frétt BBC

mbl.is