Ákærðir vegna morðs á blaðakonu

Daphne Caruana Galizia var myrt í október 2017.
Daphne Caruana Galizia var myrt í október 2017. AFP

Þrír menn sem eru grunaðir um morðið á blaðakon­unni Dap­hne Car­u­ana Galizia voru formlega ákærðir í dag. Car­u­ana Galizia, sem vann m.a. ít­ar­leg­ar frétt­ir um spill­ing­ar­mál tengd­ for­sæt­is­ráðherra Möltu, var myrt með bíl­sprengju fyr­ir utan heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í október 2017.

Bræðurnir Alfred og George Degiorgio og Vince Muscat, allir karlmenn á sextugsaldri, voru handteknir vegna morðsins í desember 2017.

Dómsmálaráðuneyti landsins staðfesti ákærurnar á hendur mönnunum rétt áður en 20 mánaða frestur frá því glæpurinn var framinn rann út. 

Saksóknari hefur nú 20 mánuði til viðbótar til að finna dagsetningu fyrir réttarhöld. Samkvæmt AFP-fréttastofunni gætu réttarhöldin dregist um einhver ár.

Synir Galizia kröfðust afsaknar Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, eftir morðið. Þeir sökuðu hann um að vera umkringdan glæpamönnum og að hann hefði breytt ríkinu í hálfgerða mafíueyju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert