Dulbjuggu kókaín sem þvottaduft

Lögreglan fann um 80 kíló af kókaíni í þvottaduftspakkningum.
Lögreglan fann um 80 kíló af kókaíni í þvottaduftspakkningum. Ljósmynd/Lögreglan í Sao Paolo

Grunlausir viðskiptavinir í Brasilíu uppgötvuðu, sér til mikillar undrunar, að þeir höfðu keypt kókaín í stað þvottadufts í stórmarkaði í Sao Paolo á dögunum. 

Að minnsta kosti 80 kíló af kókaíni fundust í búðinni, samkvæmt lögreglu á svæðinu, sem deildi ljósmynd af kókaíninu í þvottaduftspakkningum og sagðist vera að „hreinsa göturnar af glæpamönnum“.

Fjórir hafa verið handteknir fyrir að reyna að fela kókaínsendingu í sápupökkum, en talið er að stjórnendur stórmarkaðarins stundi ólöglegan fíkniefnaflutning og þvottaduftspakkarnir hafi endað í hillum ætluðum viðskiptavinum fyrir mistök.

Einn viðskiptavinur reyndi, samkvæmt frétt BBC, að skila kókaíninu aftur í verslunina, á meðan annar ákvað heldur að skila því til lögreglunnar og kom þannig upp um brotastarfsemina.

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...