Fyrrverandi forseti Perú handtekinn

Alejandro Toledo.
Alejandro Toledo. AFP

Fyrrverandi forseti Perú, Alejandro Toledo, hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum. Handtakan kemur í kjölfarið á framsalsbeiðni frá því í mars á síðasta ári.

Toledo er sakaður um að hafa tekið við andvirði 20 milljóna Bandaríkjadala í mútur frá brasilíska bygg­inga­fyr­ir­tæk­inu Odebr­echt þegar hann gegndi embætti á árunum 2001 til 2006.

Toledo, sem er 73 ára, neitar ásökunum og segir þær komnar frá pólitískum andstæðingum sínum.

Toledo er einn af þremur fyrr­ver­andi for­set­um lands­ins sem er flækt­ur í stór­fellt spill­ing­ar­mál. Hinir tveir eru Oll­anta Humala og Alan García. Þeir hafa, líkt og Toledo, neitað öllu. Garcia framdi sjálfsvíg þegar lögregla hugðist handtaka hann fyrr á árinu.

Bygg­inga­fyr­ir­tækið hef­ur viður­kennt að hafa greitt 29 millj­ón­ir doll­ara í mútu­fé til stjórn­valda í Perú á þrem­ur kjör­tíma­bil­um. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert