Milljónir flýja vegna Monsúnrigninga

Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á Indlandi, í Nepal, Bangladess og Pakistan vegna flóða og aurskriða vegna Monsúnrigninganna sem nú ganga yfir suðurhluta Asíu.

Hátt í 200 hafa farist í hamförunum og er óttast að enn tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunaraðilar komast loks að hinum ýmsu svæðum sem hafa orðið illa úti.

„Flóðin hafa breytt heimilum okkar í helvíti,“ segir Rupesh Ja, íbúi í Bihar í austurhluta Indlands, þar sem íbúar hafa þurft að vaða vatn og aur upp að mjöðmum undanfarna daga.

Mons­únrign­ing­arn­ar standa yfir frá júní og fram í sept­em­ber og skilja flóð og aur­skriður þeirra vegna eft­ir sig slóð eyðilegg­ing­ar ár hvert. Um 1.200 lét­ust í rign­ing­un­um í fyrra, en þá voru þær hinar verstu í Ker­ala á Indlandi í 100 ár.

Umfjöllun Guardian

mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...