Mörgæsir til trafala á sushi-stað

Lögreglan í Wellington hefur staðfest að um litlar bláar mörgæsir ...
Lögreglan í Wellington hefur staðfest að um litlar bláar mörgæsir hafi verið að ræða. Ljósmynd/Isaac Benhesed

Tveimur mörgæsum hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar í Nýja-Sjálandi. Mörgæsirnar höfðu komið sér fyrir undir grillofni á sushi-veitingastað, líklega til að halda á sér hita, í Wellington.

Starfsmaður veitingastaðarins uppgötvaði óboðnu gestina þegar hann heyrði einhvers konar kurr undir ofninum. Lögreglan í Wellington hefur staðfest að um litlar bláar mörgæsir hafi verið að ræða.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem aðstoðar lögreglu var óskað vegna mörgæsa í Wellington, en mörgæsirnar tvær höfðu sést skammt frá lestarstöð bæjarins skömmu áður en þær komu sér vel fyrir á Sushi Bi. 

Lögreglumaður og tveir almennir borgarar ásamt annarri sushi-mörgæsinni.
Lögreglumaður og tveir almennir borgarar ásamt annarri sushi-mörgæsinni. Ljósmynd/Lögreglan í Wellington

Náttúruverndarstofnunin á svæðinu hafði sett upp eftirlit því búist var við að mörgæsirnar létu aftur sjá sig við lestarteinana, en þær höfðu þá heldur komið sér fyrir á nálægum sushi-veitingastað.

Um 600 mörgæsapör halda til skammt frá höfninni í Wellington, en almenningur er varaður við að koma of nálægt þeim þar sem þær geta bitið.

Frétt Guardian

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...