Trump segist ekki vera rasisti

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir að hann sé ekki rasisti eftir röð færslna á Twitter um helgina þar sem hann sagði að fjórar þingkonur Demókrataflokksins gætu yfirgefið Bandaríkin.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir færslurnar á Twitter.

Þing­kon­urn­ar fjór­ar eru Al­ex­andria Ocasio-Cortes frá New York, Rashida Tlaib frá Michigan, Ilh­an Omar frá Minnesota og Ay­anna Perssley frá Massachusetts, en þær boðuðu til blaðamanna­fund­ar vegna máls­ins í morg­un. All­ar eru þær fædd­ar í Banda­ríkj­un­um nema Omar sem þangað kom sem flóttamaður frá Sómal­íu sem barn.

„Þessar færslur voru EKKI rasískar. Það er ekki rasískt bein í líkama mínum!“ skrifaði forsetinn á Twitter fyrr í dag. Færslan kom í kjölfarið á því að fulltrúadeild bandaríska þingsins bjó sig undir kosningu þar sem ákveðið yrði hvort ummæli forsetans yrðu fordæmd.

Talið er líklegt að samþykkt verði að fordæma ummæli forsetans vegna þess að demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni. Samþykktin hefur þó enga lagalega þýðingu.

Þingkonurnar sögðu fyrr í dag að Trump væri að reyna að beina athygli frá stefnu sinni með rasískum árásum í þeirra garð.

mbl.is