Bandaríkjaþing fordæmir ummæli Trump

Í ályktun þingsins segir að kynþáttafordómafull ummæli forsetans hafi réttlætt …
Í ályktun þingsins segir að kynþáttafordómafull ummæli forsetans hafi réttlætt ótta og hatur gegn aðfluttum Bandaríkjamönnum. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að fordæma formlega tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur af erlendum uppruna. Ályktun þess efnis var samþykkt með 240 atkvæðum gegn 187.

Í tístum sínum segir forsetinn þingkonunum fjórum, Alexandru Ocasio-Cortez, Ilhan Omar, Rashidu Tlaib og Ayanna Pressley, meðal annars að fara aftur heim til sín.

Í ályktun þingsins segir að kynþáttafordómafull ummæli forsetans hafi réttlætt ótta og hatur gegn aðfluttum Bandaríkjamönnum og lituðu fólki. Allir þingmenn Demókrataflokksins, sem hefur meirihluta á þinginu, samþykktu ályktunina, auk fjögurra þingmanna Repúblikanaflokksins og eina óháða þingmanni fulltrúadeildarinnar.

Frétt BBC

mbl.is