Borgaraleg stjórn í Súdan eftir 3 ár

Leiðtogar mótmælenda og hersins takast í hendur við undirritun samningsins.
Leiðtogar mótmælenda og hersins takast í hendur við undirritun samningsins. AFP

Stríðandi fylkingar í Súdan skrifuðu í morgun undir samkomulag sem miðar að því að borgaralegri stjórn verði komið á í landinu eftir rúmlega þrjú ár.

Forystumenn hersins og leiðtogar mótmælenda í höfuðborginni Kartúm funduðu næturlangt, með milligöngu Afríkusambandsins og fulltrúa Eþíópíu, áður en samkomulagi var náð.

Samkvæmt samkomulaginu munu herinn og forsvarsmenn mótmælenda skipta með sér völdum í bráðabirgðastjórninni, en að loknu rúmlega þriggja ára reynslutímabili er stefnt að því að koma alfarið á borgaralegri stjórn í landinu.

Óstjórn hefur ríkt í landinu síðan forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli í vor eftir mikil mótmæli, sem héldu svo áfram þegar herinn tók við stjórn landsins.

mbl.is