Endursenda 1.600 tonn af plasti

Gámarnir voru alls 70 frá Bandaríkjunum og 13 frá Kanada.
Gámarnir voru alls 70 frá Bandaríkjunum og 13 frá Kanada. AFP

Yfirvöld í Kambódíu ætla að senda 1.600 tonn af plastrusli, sem fannst í gámum, aftur þangað sem það kom: til Bandaríkjanna og Kanada. 

Lönd í suðausturhluta Asíu eru orðin langþreytt á að þangað sé sent plast og annað rusl frá ríkjum í Vestri, og hefur Kína t.a.m. bannað allan innflutning á plasti erlendis frá. 

Ruslið fannst í gámum í höfn borgarinnar Sihanoukville, en þeir voru alls 70 talsins frá Bandaríkjunum og 13 frá Kanada.

„Kambódía er ekki ruslatunna til að henda úreltri tækni í,“ segir Neth Pheaktra, talsmaður kambódíska umhverfisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert