„Sá stutti“ í lífstíðarfangelsi

Mexíkóski eit­ur­lyfja­for­inginn Joaquin Guzm­an sem oftast er kallaður „El Chapo“ …
Mexíkóski eit­ur­lyfja­for­inginn Joaquin Guzm­an sem oftast er kallaður „El Chapo“ var dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar AFP

Mexíkóski eit­ur­lyfja­for­inginn Joaquin Guzm­an sem oftast er kallaður „El Chapo“ var dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar fyrir dómstólum í New York í Bandaríkjunum í dag. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti. 

„El Chapo“ eða „Sá stutti“ var foringi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru ein þau valdamestu í heimi. „El Chapo“ sem er 62 ára var sakfelldur í febrúar á þessu ári fyrir alríkisdómstól í New York fyrir að smygla 155 tonn­um af kókaíni og öðrum eit­ur­lyfj­um til Banda­ríkj­anna á 25 ára tíma­bili. 

Lögmaður hans mótmælti dómnum og sagði að honum yrði áfrýjað. 

Guzm­an var framseldur til Bandaríkjanna fyrir um tveimur. Áður hafði hann náð að flýja nokkrum sinnum úr fangelsi. Í eitt skipti gerði hann það með því að skríða í gegnum göng. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert