Bera ábyrgð á þjóðarmorði í Srebrenica

Kirkjugarðurinn í Potocarion þar sem yfir sex þúsund af 8 …
Kirkjugarðurinn í Potocarion þar sem yfir sex þúsund af 8 þúsund fórnarlömbum fjöldamorðanna í Srebrenica hvíla. AFP

Hæstiréttur Hollands staðfesti í dag úrskurð hollensks áfrýjunardómstóls um að Holland sé meðal þeirra ríkja sem beri ábyrgð á dauða 350 manns í þjóðarmorðunum í Srebrenica.

Sagði dómstóllinn hollenska ríkinu bera að greiða 10% skaðabótanna, þar sem ekki væri hægt að útiloka að hollenskir hermenn hefðu getað komið í veg fyrir drápin. Áfrýjunardómstóllinn hafði áður gert hollenska ríkinu að greiða 30% af skaðabótum fórnarlambanna. 

Hersveitir Bosníu-Serba tóku tæplega 8.000 múslima, karla og drengi, af lífi í þjóðarmorðum í bænum Srebrenica árið 1995.

Í júlí 1995 réðust her­sveit­ir Bosn­íu-Serba gegn létt­vopnuðum hol­lensk­um friðargæsluliðum sem reyndu af veik­um mætti að verja þúsund­ir flótta­manna sem höfðu flúið inn í her­stöð þeirra. Enda töldu þeir að her­stöð Sam­einuðu þjóðanna væri ör­uggt skjól.

Bæði hol­lenska ríkið og ætt­ingj­ar fórn­ar­lambanna áfrýjuðu niður­stöðu hol­lenska dóm­stóls­ins sem dæmdi hol­lenska ríkið ábyrgt á dauða 350 manna sem voru send­ir í burtu frá her­stöðinni ásamt fleiri flótta­mönn­um. 

Niðurstaða áfrýjunardómstólsins var  að hol­lensku friðargæsluliðarn­ir hafi vitað að karl­ar og dreng­ir væru í al­var­legri hættu þegar flótta­fólkið var skilið að. Að jafn­vel væri hætta á að þeir yrðu tekn­ir af lífi. Óvíst hafi hins vegar verið hvort þeir hefðu lifað af ef þeir hefðu dvalið áfram inni í her­stöðinni.

mbl.is