Handtekinn eftir íkveikju

Fjölmargir vottuðu hinum látnu virðingu sína.
Fjölmargir vottuðu hinum látnu virðingu sína. AFP

Lögreglan í Japan handtók karlmann sem er grunaður um að hafa kveikt í teikni­mynda­veri í Kyoto í Jap­an í gær þar sem 33 létust. Óttast er að fleiri eigi eftir að láta lífið því fjölmargir hlutu lífshættuleg brunasár. Þetta er mannskæðasta árás í Japan í árafjölda. BBC greinir frá.  

Maðurinn Shinji Aoba var handtekinn á sjúkrahúsi þar sem hann lá vegna brunasára sinna. Vitni segja Aoba hafi kvartað yfir því að teiknimyndaverið hafi stolið hugmyndum hans þegar hann var handtekinn. 

Brennuvargurinn á að hafa skvett úr fötu með eldfimu efni áður en hann lagði eld að því og öskraði „deyið“. Samkvæmt miðlinum NHK er maðurinn á sakaskrá meðal annars fyrir peningastuld úr matvöruverslun.  

Fjölmargir hafa lagt blóm við teiknimyndaverið til minningar um þá sem létust.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert