Fljúga ekki til Kaíró af öryggisástæðum

British Airways ætlar ekki að fljúga til Kaíró næstu sjö ...
British Airways ætlar ekki að fljúga til Kaíró næstu sjö daga. AFP

Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu flugi sínu til Kaíró höfuðborgar Egyptalands næstu sjö daga. Ástæðan er sú að flugfélagið telji ekki öruggt að fljúga þangað að svo stöddu, en breska utanríkisráðuneytið hefur nýlega gefið út að í Egyptalandi sé nú „aukin hætta“ á hryðjuverkum sem beinist að fluggeiranum.

Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að ákvörðunin sé varúðarráðstöfun og að staðan verði greind frekar á næstu dögum.

Breska utanríkisráðuneytið uppfærði leiðbeiningar sínar til breskra borgara sem hyggja á för til Egyptalands á föstudag. Þar kemur fram að sökum aukinnar hættu á hryðjuverkum, sem beinst geti gegn flugfélögum, hafi undanförnu hefur verið gripið til aukinna öryggisráðstafana varðandi flug sem fara frá Egyptalandi til Bretlands.

British Airways er þó eina flugfélagið sem hefur brugðist við með því að stöðva flug frá landinu tímabundið.

Bresk yfirvöld hafa vegna metinnar hryðjuverkahættu varað við ferðum til ákveðinna svæða í Egyptalandi í lengri tíma. Það hefur þó ekki aftrað Bretum frá því að fara til landsins sögufræga, en 450.000 breskir borgarar ferðuðust þangað í fyrra, flestir til Kaíró eða sumarleyfisstaða við Rauðahafið.

mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...