Tilræðismenn Hitlers heiðraðir

AFP

Þýsk stjórnvöld heiðruðu í dag Claus Schenk von Stauffenberg, sem var ofursti í þýska hernum, og aðra þá sem tóku þátt í misheppnaðri tilraun á þessum degi árið 1944 til þess að ráða Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands, af dögum. 

Tilraunin til þess að vega Hitler átti sér stað í Úlfagreninu, höfuðstöðvum hans á austurvígstöðvunum. Von Stauffenberg kom fyrir sprengju í skjalatösku í ráðstefnuherbergi hvar Hitler var viðstaddur. Sprengjan sprakk en Hitler lifði af.

Von Stauffenberg reyndi í kjölfarið að taka völdin í Berlín, höfuðborg Þýskalands, ásamt félögum sínum sem einnig voru margir hverjir háttsettir í þýska hernum í trausti þess að tekist hefði að ráða Hitler af dögum. Markmiðið var að semja frið við bandamenn og binda enda á síðari heimsstyrjöldina. Tilræðið mistókst hins vegar og von Stauffenberg og fjöldi annarra sem tóku þátt í því voru teknir í lífi í kjölfarið.

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði í ræðu í dag í Berlín að mikilvægt væri að minnast tilræðisins á sama tíma og öfgamenn reyndu að komast til valda í stjórnmálum í Þýskalandi. Fram kemur í fréttinni að þar hafi Merkel vísað til flokksins Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sem er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í landinu.

Hins vegar segir í fréttinni að AfD líti svo á að þeir séu arftakar arfleifðar von Stauffenbergs og samherja hans. Flokkurinn sé þannig að berjast gegn stjórnvöldum í Þýskalandi sem hafi gerst sek um einræðistilburði.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...