Barist við skógarelda í Portúgal

AFP

Rúmlega eitt þúsund slökkviliðsmenn hafa barist í morgun við skógarelda í Portúgal sem orðið hafa til þess að íbúar þorpa á svæðinu hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Fram kemur í frétt AFP að slökkviliðsmennirnir séu að störfum á þremur stöðum í skógivöxnu fjalllendi í héraðinu Castelo Branco um 200 kílómetra norður af Lissabon, höfuðborg landsins.

Um 20 þyrlur og flugvélar hafa verið notaðar við slökkvistörfin en markmiðið er að reyna að ná sem mestum árangri við að slökkva eldana fyrir sólarlag í kvöld.

Eldarnir hafa ekki enn kostað mannslíf svo vitað sé en einn óbreyttur borgari var fluttur á sjúkrahús með alvarleg meiðsl og sjö slökkviliðsmenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum í tengslum við eldana. Þar að fjórir í árekstri tveggja slökkviliðsbifreiða.

Portúgalski herinn hefur einnig lagt til búnað og mannskap til aðstoðar.

AFP
AFP
mbl.is
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...