Frakkar fordæma niðurrif Ísraelsmanna

Frá niðurrifsaðgerðum Ísraelshers í dag.
Frá niðurrifsaðgerðum Ísraelshers í dag. AFP

Ríkisstjórn Frakklands hefur gefið það út að hún fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna, sem í dag hafa jafnað nokkur hús Palestínumanna sunnan við Jerúsalem við jörðu. Frakkar segja niðurrifið setja „hættulegt fordæmi“ og að það brjóti í bága við alþjóðalög.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands. Segir þar að niðurrif eigi sér nú í fyrsta sinn stað á svæði sem er skilgreint sem yfirráðasvæði palestínsku heimastjórnarinnar á Vesturbakkanum samkvæmt Ósló-samkomulaginu.

„Það setur hættulegt fordæmi, sem ógnar tveggja ríkja lausn,“ segir í yfirlýsingunni.

Palestínu­menn hafa lýst yfir mik­illi óánægju með þess­ar aðgerðir og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur einnig mót­mælt þeim í dag og hvatt Ísra­ela til þess að hætta niðurrif­inu um­svifa­laust.

Ísra­el­ar segja bygg­ing­arn­ar ólög­leg­ar, en þær standa nærri girðing­unni sem skil­ur Vest­ur­bakk­ann frá Jerúsalem, of nærri henni, að sögn Ísra­ela.

mbl.is
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...