Kínversk stjórnvöld eru öskureið

Mótmælendur beina nú spjótum sínum að þingmönnum og öðrum sem ...
Mótmælendur beina nú spjótum sínum að þingmönnum og öðrum sem þykja undirgefnir kínverskum stjórnvöldum. AFP

Kínversk stjórnvöld eru öskureið vegna aðgerða mótmælenda í Hong Kong sem ollu skemmdum á húsi ræðismanns Kína í Hong Kong og afskræmdu þjóðartákn Kína. Kínverjar segja skemmdarverkin „algjörlega ólíðandi.“

Þúsundir grímuklæddra mótmælenda söfnuðust saman á götunni fyrir framan húsið í gærkvöldi og köstuðu í það eggjum og öðru lauslegu, beindu ljósleysum að húsinu og úðuðu málningu á húsið til að mótmæla afskiptan Kína af sjálfstæði Hong Kong.

Mótmæli hafa farið reglulega fram í Hong Kong í margar vikur eða síðan stjórnvöld kynntu áætlun sína að leggja fram framsalsfrumvarp sem margir innfæddir í Hong Kong töldu vera Trójuhest Kínverja til að fá aukin völd í sjálfstjórnarhéraðinu. Ríkisstjóri Hong Kong, Carrie Lam, þykir alltof höll undir ásælni Kínverja um meiri yfirráð yfir sjálfstjórnarhéraðinu og er henni vantreyst mjög af íbúum Hong Kong.

Mótmælendur hafa lofað því að viðhalda þrýstingi á stjórnvöld í Hong Kong þangað til kröfum þeirra verður mætt en þær eru meðal annars að Carrie Lam segi af sér og að lofað verði að framsalsfrumvarpið verði aldrei lagt fyrir í framtíðinni.

Carri Lam ríkisstjóri Hong Kong er rúin trausti.
Carri Lam ríkisstjóri Hong Kong er rúin trausti. AFP

Yfirvöld í Kína harðneita fyrir óeðlileg afskipti af innanríkismálum sjálfstjórnarhéraðsins en hafa samt sem áður verið dugleg að gagnrýna mótmælendur og kalla eftir sakamálarannsókn á hendur þeim. Þá hafa kínversk stjórnvöld fordæmt þá sem hafa lýst yfir stuðningi við sjálfstætt Hong Kong, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands sem og nokkra embættismenn Evrópusambandsins.

mbl.is
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...