Segjast hafa leyst upp CIA-njósnahring

Móttakan í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Írönsk stjórnvöld ...
Móttakan í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Írönsk stjórnvöld segjast hafa leyst upp njósnahring á vegum CIA sem starfað hafi í landinu. AFP

Írönsk yfirvöld tilkynntu í dag að leyniþjónusta landsins hefði handtekið 17 einstaklinga og að nokkrir þeirra hefðu þegar verið dæmdir til dauða í kjölfar þess að njósnahringur á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA hafi verið leystur upp.

Íranska ríkissjónvarpið vitnaði í talsmann upplýsingamálaráðuneytis landsins í frétt sinni.

Spenna í samskiptum íranskra stjórnvalda og vesturveldanna hefur farið stigvaxandi undanfarna þrjá mánuði, en þá tóku gildi hertar viðskiptaþvinganir bandarískra stjórnvalda. Sl. föstudag hertók íranski herinn svo breskt olíuflutningaskip í Hormússundi.

Sagði í yfirlýsingunni að njósnararnir sem kennsl voru borin á hafi unnið hjá einkafyrirtækjum við mikilvæg og viðkvæm málefni, m.a. á sviði efnahags, kjarnorku, hernaðar, innviðauppbyggingar og í netmálum.

Reuters-fréttaveitan segir ekki ljóst hvort handtökurnar tengist  netnjósnahring sem Íranar greindu frá í síðasta mánuði að hefði verið leystur upp og þarlend stjórnvöld fullyrtu að hefði verið rekinn af CIA.

mbl.is
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Bílskúr, geymsla Hvalvík 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...