Boeing íhugar að hætta framleiða 737 MAX

Það gæti farið svo að Boeing hætti alfarið framleiðslu á …
Það gæti farið svo að Boeing hætti alfarið framleiðslu á 737 MAX vélunum. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur varað við því að fyrirtækið gæti mögulegt þurft að stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum fyr­ir­tæk­is­ins ef kyrrsetning þeirra kemur til með að vara mikið lengur.

BBC greinir frá.

Töpuðu 360 milljörðum króna

Boeing greindi í gær frá mettapi á öðrum ársfjórðung þessa árs sem nemur 2,94 milljörðum Bandaríkjadala, um 360 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Á sama tíma í fyrra var hagnaður félagsins 2,2 milljarðar dala.

Ef 737 MAX-þotur félagsins verða kyrrsettar mikið lengur kemur til greina að draga úr framleiðslu þeirra eða stöðva hana alfarið. Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg, er hins vegar viss um að flugvélarnar verði komnar í loftið í október næstkomandi.

Forstjórinn er bjartsýnn

„Á meðan við höldum áfram vinnu við að koma 737 MAX-flugvélunum öruggt ástand og í loftið, munum við einnig halda áfram að skoða ferla í framleiðslunni hjá okkur,“ sagði Muilenburg í fundarsímtali við fjárfesta og bætti við:

„Ef kemur til þess að áætluð dagsetning afléttingar kyrrsetningar breytist, þá gætum við þurft að skoða að draga úr framleiðslu eða aðra möguleika, þar á meðal stöðvun framleiðslu á MAX vélunum.“

Galli í hugbúnaði var valdur að tveimur slysum

Allur 737 MAX-floti Boeing hefur verið kyrrsettur síðan í mars eftir að í ljós kom að gallar í hugbúnaði leiddu til þess að flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að 157 manns létu lífið. Aðeins fimm mánuðum áður létu 189 manns lífið þegar 737 MAX-flugvél Lion Air hrapaði.

Á meðan verið er að rannsaka flugslysins heldur Boeing áfram að vinna að lausnum til þess að laga búnaðinn sem var hannaður til að koma í veg fyrir ofris flugvélanna (Mcas anti-stall flight control software). Þá hafa flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, FAA, bent á vandamál sem Boeing þarf einnig að finna lausn á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert