Táningur myrti lögregluþjón

Mario Cerciello Rega var 35 ára.
Mario Cerciello Rega var 35 ára. Ljósmynd/Ítalska lögreglan

19 ára bandarískur ferðamaður hefur játað morð á ítölskum lögregluþjóni, að því er fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. 18 ára félagi mannsins hefur einnig verið handtekinn í tengslum við aðild á morðinu.

Lögregluþjónninn Mario Cerciello Rega var stunginn til bana snemma í gærmorgun í Róm eftir að hafa verið kallaður á vettvang ránstilraunar. Hann hafði snúið aftur til vinnu úr brúðkaupsferð nokkrum vikum áður. 

BBC greinir frá því að bandarísku ferðamennirnir hafi reynt að kaupa fíkniefni. Þegar fíkniefnasali seldi þeim efni sem stóðu ekki undir væntingum stálu piltarnir bakpoka af honum.

Pokanum sögðust þeir vera tilbúnir að skila ef þeir fengju 100 dollara í staðinn.

Lögreglan var kölluð til og brutust út átök þegar Rega reyndi að ná bakpokanum af bandaríkjamönnunum. Átökin enduðu með því að lögregluþjónninn var stunginn til bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert