Lögregla batt fyrir augu hins grunaða

Fjöldi fólks tók þátt í minningarathöfn um lögrelgumanninn Mario Cerciello …
Fjöldi fólks tók þátt í minningarathöfn um lögrelgumanninn Mario Cerciello Rega. AFP

Ítalska lögreglan hefur nú hafið rannsókn á því hvers vegna lögreglumenn hafi bundið fyrir augu annars bandarísku ferðmannanna sem yfirheyrðir hafa verið vegna morðs á ítölskum lögregluþjóni. Fréttastofa CNN greinir frá þessu og birtir mynd af ungum manni, sem sagður er vera annar ferðamannanna. Tveir lögreglumenn sjást standa yfir honum þar sem hann er handjárnaður og með bundið fyrir augu á lögreglustöð.

Ítalska dagblaðið Corriere della Sera birti myndirnar fyrst og hefur ítalska lögreglan staðfest trúverðugleika myndanna og er rannsókn nú hafinn á því af hverju bundið hafi verið fyrir augu hans.

Ferðamennirnir tveir hafa verið yf­ir­heyrðir vegna morðs á  lög­regluþjóninum, en hann var myrtur snemma á föstu­dags­morg­un. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum ætluðu ferðamenn­irn­ir, Gabriel Natale Hjorth 18 ára og Finnegan Lee Elder 19 ára, að kaupa sér eit­ur­lyf en lentu í útistöðum við dóp­sal­ann. Lög­regla var kölluð á vett­vang og eft­ir átök var lög­regluþjónn­inn Mario Cerciello Rega stung­inn til bana.

Hefur Elder játað á sig morðið á lögreglumanninum, sem var stungin átta sinnum með hnífi og var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Bundið var fyrir augu annars drengsins á lögreglustöðinni. Ítölsk yfirvöld …
Bundið var fyrir augu annars drengsins á lögreglustöðinni. Ítölsk yfirvöld eru nú með til rannsóknar hvers vegna það hafi verið gert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert