Navalny úr fangelsi á sjúkrahús

Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna …
Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna ofnæmisviðbragða. AFP

Alexei Navalny, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, hefur verið fluttur úr fangelsi á sjúkrahús í dag vegna „alvarlegra ofnæmisviðbragða“ með bólgið andlit og rauð útbrot, að sögn Kiru Yarmysh, talskonu Navalny. Hún segir orsök viðbragðanna óþekkt og að hann hafi aldrei áður sýnt einkenni ofnæmis.

Leiðtoginn hefur verið að afplána 30 ára fangelsisdóm fyrir að hafa boðað til mótmæla í kjölfar þess að honum var meinað að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Moskvu.

Navalny hugðist bjóða fram gegn Vladimir Putin, forseta Rússlands, í fyrra en fékk ekki að bjóða fram vegna dóma sem hann hefur hlotið. Stuðningsmenn Navalny segja um að ræða pólitíska dóma.

„Hann er á legudeild undir eftirliti lögreglu. Hann er að fá nauðsynlega læknisaðstoð,“ segir Yarmysh.

Leonid Volkov, fyrrverandi kosningastjóri Navalny, útilokar að um sé að ræða eitthvert samsæri gegn Navalny og segir leiðtogann hafa fengið svipuð viðbrögð þegar hann síðast var vistaður í sama fangelsi. Krefst Volkov að hreinlæti verði rannsakað í fangelsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert