Hrinti 8 ára dreng fyrir lest í Frankfurt

Mikill viðbúnaður er á lestarstöðinni.
Mikill viðbúnaður er á lestarstöðinni. AFP

Átta ára drengur lést í dag og móðir hans slasaðist þegar mæðginunum var hrint fyrir lest á lestarstöðinni í Frankfurt í Þýskalandi. Þetta staðfesta lögregluyfirvöld í Frankfurt.

„Drengnum og móður hans var hrint fyrir lest sem kom að lestarpallinum. Móðirin náði að bjarga sjálfri sér,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Frankfurt.

Fertugur maður af afrískum uppruna er grunaður um ódæðið en hann var yfirbugaður af viðstöddum lestarfarþegum þegar hann reyndi að flýja vettvang. NTV-sjónvarpsfréttastöðin segir hann vera frá Erítreu.

Hann er nú í haldi lögreglu sem hefur hafið morðrannsókn og yfirheyrslur til að komast að ástæðunni fyrir verknaðinum. Hann hefur engin tengsl við mæðginin.

Svipuð árás átti sér stað fyrir 10 dögum þegar manni á fertugsaldri var hrint fyrir lest og lést í kjölfarið í Voerde, nálægt Duisburg í Þýskalandi.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...