Réttað yfir Epstein á næsta ári

Frá blaðamannafundi þar sem ákæra á hendur Epstein var tilkynnt …
Frá blaðamannafundi þar sem ákæra á hendur Epstein var tilkynnt fyrr í mánuðinum. AFP

Réttarhöld yfir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein hefjast ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þetta kom fram í máli dómara en Epstein kom í fyrsta skipti í dómsal í dag síðan hann fannst meðvitundarlítill í fangaklefa í síðustu viku.

Samkvæmt frétt AFP bar Epstein engin merki þess að hann hefði reynt að skaða sjálfan sig fyrir nokkrum dögum.

Ep­stein, sem er 66 ára, hef­ur verið ákærður fyr­ir að eiga sam­ræði við stúlk­ur und­ir lögaldri, fyr­ir man­sal og skipu­lagn­ingu man­sals.

Saksóknari sagði að það væri allra hagur ef réttað yrði yfir Epstein eins fljótt og auðið er. 

Lögmaður Epstein sagði hins vegar að það tæki hann 13 mánuði að undirbúa málið og hann vildi því að réttarhöld hæfust í september á næsta ári.

Dómari sagði að réttarhöldin myndu líklega taka á bilinu fjórar til sex vikur. Miðað er við að þau hefjist 8. júní á næsta ári en það gæti þó breyst.

Verði Ep­stein fund­inn sek­ur á hann yfir höfði sér allt að 45 ára fang­elsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert