Aftur ráðist á mótmælendur í Hong Kong

Margir særðust í mótmælum dagsins í Hong Kong.
Margir særðust í mótmælum dagsins í Hong Kong. AFP

Í annað skipti á tveimur vikum réðst hópur manna vopnaður bareflum á mótmælendur í Hong Kong. Óeirðalögregla tókst á við mótmælendur í dag og beitti táragasi. Talið er að lögreglumenn hafi skotið um eitt þúsund hylkjum af táragasi á mótmælendur síðan mótmæli hófust 9. júní síðastliðinn.

Ástandið versnar með hverjum deginum

Ástandið í Hong Kong hefur farið síversnandi frá því að mótmælin hófust í júní og er nú orðið gríðarlega eldfimt. Allsherjarverkfall sem lamaði samgöngur skall á í dag og ofbeldið sem aukist hefur síðustu daga hélt áfram.

Carrie Lam rík­is­stjóri var­ar mót­mæl­end­ur við og seg­ir að hún muni ekki láta und­an kröf­um þeirra. Hún seg­ir mót­mæl­end­ur grafa und­an lög­um og reglu og varaði við því að nú væri Hong Kong „á barmi mjög hættu­legr­ar stöðu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert