Aflýsa viðræðum vegna refsiaðgerða

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir samningaviðræður um stjórnmálaástandið í landinu …
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir samningaviðræður um stjórnmálaástandið í landinu ekki geta haldið áfram eftir nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á þriðjudag. AFP

Fulltrúar yfirvalda í Venesúela munu ekki mæta til viðræðna við fulltrúa stjórnarandstöðunnar, sem eiga að halda áfram á Barbados í dag og á morgun.

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, greinir frá þessu og segir hann samningaviðræður um stjórnmálaástandið í landinu ekki geta haldið áfram eftir nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á þriðjudag. Maduro sakar Banda­ríkja­stjórn um „efna­hags­leg hryðju­verk“ með því að frysta all­ar eign­ir venesú­elska rík­is­ins í Banda­ríkj­un­um. 

Samningaviðræður full­trú­a stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu Venesúela hóf­ust í Ósló í maí og hafa þær haldið áfram í áföng­um á Barbados, án ár­ang­urs. 

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að samningaviðræður geti ekki haldið áfram eftir alvarlegan, hrottafenginn og linnulausan yfirgang sem ríkisstjórn Trump beiti Venesúela. 

Ásamt tilskipuninni um að frysta allar eignir venesúelskra stjórnvalda í Bandaríkjunum hefur Trump lagt bann við öllum viðskiptum við yfirvöld í Venesúela og fulltrúa þeirra. Hver sá sem gerist brotlegur mun eiga yfir höfði sér refsiaðgerðir. 

Póli­tísk­ur órói hef­ur verið í Venesúela frá árs­byrj­un, eða frá …
Póli­tísk­ur órói hef­ur verið í Venesúela frá árs­byrj­un, eða frá því Juan Guaidó, þing­for­seti og leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, lýsti sig starf­andi for­seta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert