Stjúpsystir byssumanns fannst myrt

Moskan al-Noor í Bærum, skammt frá Ósló.
Moskan al-Noor í Bærum, skammt frá Ósló. AFP

Konan sem fannst látin í húsi eftir skotárás í mosku skammt frá Ósló í gær er stjúpsystir byssumannsins.

Norska lögreglan greindi frá þessu í dag.

„Lögreglan staðfestir að sautján ára stjúpsystir mannsins sem er grunaður fannst myrt í gær,“ sagði lögreglan í yfirlýsingu.

Áður hafði lögreglan greint frá því að málið væri rannsakað sem hryðjuverk.

Maður­inn sem er í varðhaldi er grunaður um að hafa skotið sér leið gegn­um glugga mosk­unn­ar og skotið svo á allt sem fyr­ir varð með mörg­um skot­vopn­um. Hálf­átt­ræður maður, sem hafði ný­lokið bæna­stund í mosk­unni, réðst á árás­ar­mann­inn og hafði hann und­ir. Sá hálf­átt­ræði hlaut minni hátt­ar meiðsli. 

Síðar fannst konan lát­in á heim­ili bys­su­m­ann­ins.

Erna Solberg á leið á bænastundina.
Erna Solberg á leið á bænastundina. AFP

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að ódæðið væri „bein árás á norska múslima“ auk þess að vera „árás gegn trúfrelsi“. „Í dag stöndum við saman með norskum múslimum og fordæmum árásina,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni.

Hún var á meðal gesta á bænastund sem var haldin í mosku í Ósló í tilefni af fórnarhátíð múslima, Eid al-Adha.

Samkvæmt opinberum tölum búa um 200 þúsund múslimar í Noregi, eða tæplega fjögur prósent af íbúafjölda í landinu.

Múslimar úr moskunni al-Noor mæta á bænastundina.
Múslimar úr moskunni al-Noor mæta á bænastundina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert