Banna hamborgara í nafni loftslagsbaráttu

Nautakjöt hefur neikvæðari áhrif á umhverfið en annað kjöt, auk …
Nautakjöt hefur neikvæðari áhrif á umhverfið en annað kjöt, auk þess sem nautgriparækt krefst meira vatns og landsvæðis.

Goldsmiths-háskólinn í London hefur lagt bann við sölu á hamborgurum og öðru nautakjöti, en bannið er framlag háskólans til baráttunnar gegn loftslagsvánni.

Greint er frá málinu á vef BBC, en auk þess að hætta sölu á nautakjöti verður sérstakt gjald lagt á allar plastflöskur og einnota plastglös sem seld eru á háskólasvæðinu.

Þá stendur til að háskólinn innleiði fleiri sólskildi til virkjunar sólarorku og gróðursetji fleiri plöntur til bindingar kolefnis, auk þess sem stefnt er að því að háskólinn muni einungis notast við endurnýjanlega orku áður en langt um líður og hvetja fleiri nemendur til að leggja stund á umhverfisvísindi.

Nautakjöt hefur neikvæðari áhrif á umhverfið en annað kjöt, auk þess sem nautgriparækt krefst meira vatns og landsvæðis en annar landbúnaður. Þá leysa kýr mikið kolefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert