Forstöðumaður fangelsisins í leyfi

Forstöðumaður Metropolitan-fangelsisins í New York, þar sem fjár­fest­ir­inn og barn­aníðing­ur­inn …
Forstöðumaður Metropolitan-fangelsisins í New York, þar sem fjár­fest­ir­inn og barn­aníðing­ur­inn Jef­frey Ep­stein tók eigið líf í fangaklefa sínum á laugardag, hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þá hafa tveir fangaverðir verið sendir í leyfi. AFP

Forstöðumaður Metropolitan-fangelsisins í New York, þar sem fjár­fest­ir­inn og barn­aníðing­ur­inn Jef­frey Ep­stein tók eigið líf í fangaklefa sínum á laugardag, hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þá hafa tveir fangaverðir verið sendir í leyfi. 

Kerri Kupec, talskona bandaríska dómsmálaráðuneytisins, segir að verðirnir tveir hafi átt að sinna eftirliti með Epstein en ekki sinnt starfi sínu. Epstein var, þvert á regl­ur, skil­inn einn eft­ir í fanga­klefa sín­um, auk þess sem fanga­verðir fang­els­is­ins sinntu mik­illi yf­ir­vinnu vegna mann­eklu og var eft­ir­liti því mjög ábóta­vant.

Kupec segir að til greina komi að grípa til frekari ráðstafana í fangelsinu í ljósi nýliðinna atburða. Dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Bill Barr, seg­ir al­var­lega óreglu hafa verið uppi fangelsinu. 

Ep­stein, sem hafði verið ákærður fyr­ir man­sal, hafði verið tek­inn af sjálfs­vígs­vakt þrátt fyr­ir að hann hefði gert til­raun til slíks í síðasta mánuði.

Ep­stein, sem var 66 ára, var ákærður fyr­ir að eiga sam­ræði við stúlk­ur und­ir lögaldri, fyr­ir man­sal og skipu­lagn­ingu man­sals. Rétt­ar­höld yfir honum áttu ekki að hefjast fyrr en í júní á næsta ári.


mbl.is