Líkið er af Noru Quoirin

Nora Quoirin 5. ágúst síðastliðinn.
Nora Quoirin 5. ágúst síðastliðinn. AFP

Malasíska lögreglan hefur staðfest að líkið sem fannst í landinu er af unglingsstúlkunni Noru Quoirin.

„Fjölskyldan hefur staðfest að líkið er af Noru,“ sagði lögreglustjórinn Mohamad Mat Yusop við AFP-fréttastofuna.

Quoirin hvarf fyrir tíu dögum af hótelherbergi sínu. Leitarteymi kembdu regnskógasvæði sem umlykur Dusun-hótelið þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni.

For­eldr­ar Qui­or­in buðu í gær 10 þúsund pund, eða sem nem­ur tæp­lega einni og hálfri millj­ón ís­lenskra króna, fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvarf dótt­ur þeirra. Hún fædd­ist með heil­kenni sem kall­ast holoprosencephaly og er fá­gæt rösk­un sem hef­ur áhrif á þróun heil­ans.

mbl.is