Þrjú börn drukknuðu í Ermarsundi

Björgunaraðilar voru fljótir á vettvang, en þegar að var komið ...
Björgunaraðilar voru fljótir á vettvang, en þegar að var komið var skutur bátsins, þar sem börnin sátu föst, á kafi. AFP

Þrjú frönsk börn drukknuðu í Ermarsundi þegar bátur, sem þau voru á ásamt fjölskyldu sinni, varð fyrir stórri öldu og honum hvolfdi.

Þrír fullorðnir voru um borð og lifðu slysið af, sem varð skammt utan ströndum Normandy.

Björgunaraðilar voru fljótir á vettvang, en þegar að var komið var skutur bátsins, þar sem börnin sátu föst, á kafi. 

Börnin sem létust voru 13 og níu ára gamlar systur, auk sjö ára gamals drengs. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og voru þau úrskurðuð látin á staðnum. 

Móðir stúlknanna tveggja segir í viðtali að allt hafi gerst mjög hratt og að enginn tími hafi gefist til að hrópa á hjálp. Þau hafi verið á leið aftur í land þegar hún tók eftir því að sjór var kominn í bátinn og örskömmu síðar skall alda á bátnum og hvolfdi honum.

Þau fullorðnu voru á dekkinu þegar bátnum hvolfdi en börnin voru innandyra. Þau voru ósynd en í björgunarvestum, að sögn móðurinnar, en föst inni í stýrishúsi bátsins. Faðir stúlknanna reyndi að brjóta rúður stýrishússins með höndum sínum, fótum og akkeri bátsins án árangurs.

Frétt BBC

mbl.is
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...