Fundu mannhæðarháa mörgæsategund

Tölvumyndin sýnir að mörgæsin var á hæð við manneskju.
Tölvumyndin sýnir að mörgæsin var á hæð við manneskju. Tölvumynd/Canterbury Museum

Leifar risamörgæsar á stærð við manneskju hafa fundist á Nýja-Sjálandi. Steingerð bein mörgæsarinnar eru af dýri sem talið er hafa verið um 160 cm á hæð og kann að hafa vegið allt að 80 kg.

Mörgæsin er talin hafa verið uppi fyrir um 66-56 milljón árum.

BBC segir forsvarsmenn Canterbury-þjóðminjasafnsins í Christchurch hafa bætt risamörgæsinni á lista yfir nú útdauðar tegundir úr fánu Nýja-Sjálands, sem þegar geymir páfagauka, erni, leðurblökur og 3,6 metra háan fugl, svo nefndan moa.

„Þetta er ein stærsta mörgæsategund sem fundist hefur,“ sagði safnstjórinn Paul Scofield  í samtali við BBC og kvað búsvæði mörgæsarinnar hafa verið á suðurhveli jarðar.

Talið er að mörgæsirnar hafi orðið þetta stórar vegna þess að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfunum á svipuðum tíma og risaeðlurnar urðu útdauðar.

„Í um 30 milljón ár var síðan tími risamörgæsanna,“ sagði Scofield.

Mörgæs á Suðurskautslandinu. Mynd úr safni.
Mörgæs á Suðurskautslandinu. Mynd úr safni. AFP

Stærsta núlifandi mörgæsategundin er keisaramörgæsin, sem verður stærst um 120 cm að hæð.

„Við teljum dýrin hafa þróast mjög hratt á þessum tíma,“ útskýrir Scofield. „Vatnshiti við Nýja-Sjáland hentaði þeim mjög vel á þeim tíma, þegar hann var um 25°C í stað 8°C nú.“

Nýja-Sjáland var enn tengt Ástralíu á þeim tíma sem risamörgæsirnar voru uppi og Ástralía var tengd Suðurskautinu. Önnur forsöguleg mörgæs, „Crossvallia unienwillia“ hefur fundist á Suðurskautinu og eru fætur hennar taldar hafa gert hann enn heppilegri til sunds en fætur þeirra mörgæsa sem nú lifa.

mbl.is
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...